Quantcast
Channel: children’s books –Áslaug Jónsdóttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 111

Skrímslin í útlöndum | Monster news

$
0
0

Nei! í Eistlandi 

Bókaútgáfan NORÐUR er eistneskt forlag sem stofnað var árið 2023 og hefur það að markmiði að gefa út norrænar barna- og unglingabókmenntir. Fyrsta bókin um skrímslin, Nei! sagði litla skrímslið, kom út á dögunum hjá forlaginu NORÐUR undir titlinum Ei! ütles väike koll. Þýðandi er Kadri Sikk.

Við höfundarnir erum stoltir yfir því að skrímslin okkar bæti við sig nítjánda tungumálinu og vonum að fleiri bækur í bókaflokknum eigi erindi til eistneskra barna. 

Ei! in Estonia 

NORÐUR publishing is a small publishing house established in 2023 with the aim of publishing Nordic children’s and young adult literature. The first book in the Monster series, No! said the little monster, was recently published by NORÐUR by the title Ei! ütles väike koll, translated by Kadri Sikk.

We are proud that our monsters are now adding the nineteenth language to the collection and hope that with time more books in the series will reach Estonian children. 


Kvik skrímsli í Japan 

Bókaútgáfan Yugi Shobou í Tokyo hefur gefið út þrjár bækur í bókaflokknum um skrímslin. Útgefendur hafa verið einstaklega iðnir við að kynna bækurnar með sýningum, vinnustofum og uppákomum. Hreyfimynd var gerð eftir myndlýsingunum í Skrímsli í myrkrinu og hún notuð við fjölmenna upplestra. Hér má lesa kynningu á vef Tama-borgar en þar hafa m.a. farið fram sýningar á hreyfimyndinni.   

Titlarnir sem eru komir út á japönsku eru Skrímslapest, かいぶつかぜSkrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Þýðandi er Shohei Akakura.

Animations in Japan 

The Tokyo-based publishing house Yugi Shobou has published three books in the Monsters series. The publishers have been doing a great work promoting the books with exhibitions, workshops and events. An animated film was made based on the illustrations in Monsters in the Dark and used for public readings. Read more about the publications, exhibitions and shows on this site in published by Tama City that has hosted some of the events. 

The titles published in Japanese are Monster Flu, かいぶつかぜMonsters in the Darkまっくらやみのかいぶつ, and Big Monsters Don’t Cry, おおきいかいぶつは なかないぞ. All translated by Shohei Akakura. See more at the publishers website and Instagram.


Brúðuleikur í Noregi 

Í Noregi heldur leikkonan Adele Duus áfram að flytja brúðuleikverkið sem hún samdi upp úr bókinni Skrímsli í heimsókn. Verkið er farandleikhúsverk og útileikhús sem Adele frumsýndi í febrúar 2022. Monsterbesøk nýtur enn mikilla vinsælda og er eitt af verkunum á leikárinu hjá Lys levende Adele

Puppets in Norway 

In Norway, actress Adele Duus continues to perform the puppet play she created from our book Skrímsli í heimsókn or Monsters Visit and premiered in February 2022. It is a traveling theater, mostly performed outdoors, by this energetic one-woman-theater, Lys levende Adele. The piece Monsterbesøk is still very popular and will continue to be available for Norwegian children in 2025.


Endurprentanir í Svíþjóð 

Í Svíþjóð hafa síðustu tveir titlarnir í skrímslabókaflokknum verið í góðum höndum hjá bókaforlaginu Argasso. Fyrirtæki Kalle Güettler tók hins vegar við eldri titlum og hafa þær bækur verið endurútgefnar undir merkjum „Kalle Skrivare“. Eftirspurnin hefur verið með ágætum og á síðasta ári voru endurútgefnir tveir titlar: Nej! sa lilla monster og Stora monster gråter inte. Um prentun sér Författares Bokmaskin og í ár fengu skrímslin heiðursess í dagatali prentmiðlunarinnar 2025.

More monsters in Sweden 

In Sweden, the last two titles in the Monster book series have been in good hands with Argasso publishing house. My co-author Kalle Güettler‘s company took over the older titles and those previous titles have been republished under the lable of “Kalle Skrivare”. Demand has been excellent and last year two titles were reissued: Nej! sa lilla monster and Stora monster gråter inte. The printing is arranged and done by Författares Bokmaskin (the Writer’s Press) and this year the monsters were honored by being selected for the press’s calendar 2025.


The book series about Big Monster, Little Monster and Furry monster is published by Forlagið, see further information about the new book here and in English here. The latest book, Monster Party, is available in four languages already: published in Swedish by Argasso and in Danish by Vild Maskine. The Faroese version is expected this spring at Bókadeildinni publishing. You can find Skrímslaveisla in Icelandic here!


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  See the Monster series in 2024 RLA catalogue. For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency / Reykjavik Literary Agency

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 111

Trending Articles