Skrímsli í heimsókn! Stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið hittu norskar fjölskyldur um síðustu helgi þegar Adele Duus frumsýndi leikþáttinn „Monsterbesøk“ sem byggður er á samnefndri bók, eftir okkur þríeykið sem höfum í sameiningu samið bókaflokkinn um skrímslin svörtu. Leikritið var flutt utandyra og skrímslin stóðu sig með prýði, þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir þessa sömu helgi.
Lys levende Adele er einnar-konu leikhús Adele Lærum Duus sem hefur sérhæft sig í leikgerðum og miðlun barnabóka. Verkefnið Monsterbesøk vinnur hún í samvinnu við bókasöfn og menningarstofnanir í Hörðalandi, Sogn- og Fjarðafylki. Verkefnið miðar m.a. að því að tengja saman útivist og menningu og er leikritið flutt við útivistarskála sem eru í göngufæri fyrir fjölskyldur með börn. Sem dæmi má taka skálann Sjöbua i Bynga sem býður ekki bara upp á skjól til að snæða nesti heldur er þar líka lítið bókasafn – og þar má m.a. finna bækurnar um skrímslin. Vetrarveður hamla því ekki að norðmenn njóti útivistar í bland við bókmenntir. Til fyrirmyndar, sem sagt.
Bækurnar um skrímslin koma út á norsku hjá Skald forlag.
Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.
![](http://aslaugjonsdottir.files.wordpress.com/2022/02/adeleduus-monsterbesok-2022-2.jpeg)
![](http://aslaugjonsdottir.files.wordpress.com/2022/02/adeleduus-monsterbesok-c-strilabiblioteket-3.jpeg)
![](http://aslaugjonsdottir.files.wordpress.com/2022/02/adeleduus-monsterbesok-c-strilabiblioteket-2.jpeg)
![](http://aslaugjonsdottir.files.wordpress.com/2022/02/adeleduus-monsterbesok-2022-3.jpeg)
Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!
Publisher in Norway is Skald forlag.
Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.
Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022:
29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22 Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22 Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22 Sogndal
10.03.22 Lærdal
12.03.22 Luster
13.03.22 Årdal
Meira um skrímslabækurnar hér og um
höfundana og samstarfið hér.
Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.
Read more about the Nordic monster series here;
and about the authors and the collaboration of the authors here.
Links to more news on the Monster series.
The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.