Quantcast
Channel: children’s books –Áslaug Jónsdóttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 109

Sagan af bláa hnettinum á tyrknesku | The Story of the Blue Planet in Turkish

$
0
0

Sagan af bláa Tyrkneska

♦ ÚtgáfufréttirÉg má ekki gleyma því að tíunda fregnir af sporbraut bláa hnattarins: Sögunnar um bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason – með myndum og útliti eftir ofanritaða. Bókin kom út á tyrknesku í byrjun apríl hjá Pegasus forlaginu í Istanbul. Brot bókarinnar er það sama og á bresku og bandarísku útgáfunni. Titillinn er Mavi Gezegenin Hikâyesi og má kaupa víða í netverslunum þegar leitað er eftir.

Tyrkneska forlagið notar í auglýsinguna hér fyrir ofan myndina af börnunum að kjósa: naglann úr sólinni eða áfram flug og stuð. Og það er nú eins og Gleði-Glaumur sagði: „Ykkar er valið, börnin mín“. Senn líður að forsetakosningum. Frambærilegir valkostir eru nokkrir, en gott ef það glittir ekki orðræðu Gleði-Glaums hjá öðrum. Í aðdraganda kosninga hjá börnunum á bláa hnettinum reitti Gleði-Glaumur af sér ósmekklega aulabrandara, var með hræðsluáróður um að allt yrði fúlt og leiðinlegt ef hann yrði ekki fyrir valinu og gaf auðvitað loforð um „meira stuð“. Hulda og Brimir áttu ekki miklu fylgi að fagna – en þau höfðu sannarlega siðferðilega yfirburði og fengu sitt fram að lokum. Gleði-Glaumur fékk vissulega að kalla sig kóng – því Hulda og Brimir voru glögg að greina valdasýkina og græðgina sem þau svo héldu frá raunverulegum yfirráðum.

Það þarf engan kóng á Bessastaði en þjóðinni getur gagnast forseti sem hugar að framtíðinni og mennskunni og minnir okkur á mikilvæg gildi. Andri Snær Magnason er ekki bara frjór og skemmtilegur hugsuður og snilldargóður rithöfundur heldur ákjósanlegur forseti fyrir þjóð sem er dálítið hart leikin af því að fljúga hátt, eins og börnin á bláa hnettinum. Andra Snæ er lagið að benda á fersk sjónarhorn og að beina athygli okkar að málum sem skipta sköpum fyrir þjóðina og stöðu okkar í veröldinni. Ég styð Andra Snæ til embættis forseta Íslands og treysti honum til þess að nýta embættið til góðra verka í anda Huldu og Brimis, villibörnunum á hnettinum bláa.

♦ Translation – book releaseI try not to forget to point out new translations of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason with illustrations by yours truly. So: this Turkish edition was out in April, published by Pegasus Publishing house in Istanbul. The title is Mavi Gezegenin Hikâyesi, available in many online stores.

Author Andri Snær Magnason is now running for the position as president of Iceland. I wholeheartedly support his candidacy! Vote for Andri Snær!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 109

Trending Articles